
endurNÝTT í Tölvutek
Umhverfisvænni og hagkvæmari kostur
Nú bjóðum við í Tölvutek upp á notaðar og því umhverfisvænni tölvur, spjaldtölvur og farsíma. Vörurnar koma yfirfarnar, enduruppsettar og flokkaðar í gæðaflokka hjá traustum endurnýtingar sérfræðingum. Allar endurnýttar vörur hafa sömu ábyrgð og nýjar vörur.
Kostir þess að nota endurNÝTT raftæki:
Hagkvæmni
Endurnýtt raftæki eru mun hagkvæmari en ný tæki. Notendur geta fengið hágæða vörur á aðeins broti af upprunalegu verði. Slík hagkvæmni er einkar hentug þeim sem eru með takmarkað fjármagn til raftækjakaupa en vilja samt sem áður versla þekkt merki, áreiðanleg tæki og fá mikil afköst fyrir lítið.
Umhverfisvænt
Með því að versla uppgerð raftæki styður notandinn sjálfbærni. Með því að velja endurnýtt minnka notendur raftækjaúrgang ásamt því að fækka framleiðslu á nýjum tækjum sem oftar en ekki krefjast mikils frá umhverfinu. Þar af leiðir eru endurnýtt raftæki umhvefisvænn kostur fyrir þau sem leitast eftir að minnka kolefnisspor sitt og styðja við sjálfbærari framtíð.
Gæði og ábyrgð
Endurnýtt raftæki hafa staðist ítarlegar prófanir og viðgerðir sem ganga úr skugga um að þau standist allar kröfur til að vera seldar á ný. Allar endurnýttar vörur sem seldar eru í Tölvutek hafa sömu ábyrgð og nýjar vörur sem minnkar áhættu notenda við að velja notaðar vörur.
Hvernig treysti ég þessu?
Endurvinnslusérfræðingar
Við í Tölvutek verslum inn endurNÝTTar græjur frá snillingunum í Upcycle IT, Tier1Assets og Nordics Preowned sem öll sérhæfa sig í enduruppsetningu á fartölvum, spjaldtölvum og farsímum.
Allar endurnýttar vörur koma með sömu ábyrgð og nýjar vörur!
Endurnýtingarsérfræðingarnir hafa svo flokkað vörurnar í gæðaflokka en við hjá Tölvutek höfum tekið flokkana saman, skoðað hvað er sameiginlegt með þeirra flokkum og útbúið okkar eigin flokka sem eru eftirfarandi:
Hvað er í boði?
Úrvalið er í Tölvutek
Við erum með frábært úrval af fartölvum, borðtölvum, spjaldtölvum, snjallsímum og höfum einnig byrjað að taka inn tölvuskjái!
Hvort sem þú ert að leita að umhverfisvænni og hagkvæmari vöru til einkanota eða fyrir fyrirtækið þitt þá höfum við lausnina fyrir þig!