
Græjaðu ferminguna
Hvað vilja unglingar í dag?
Góðar græjur og flott tilboð
Þegar velja á gjöf fyrir fermingarbarnið getur valið þótt ansi yfirþyrmandi enda þróast tækniheimurinn hratt og það virðist sem það sé alltaf að bætast við nýjar uppfærslur, betri búnaður og breytingar á leiðum sem fólk getur notið afþreyingarefnis. Við í Tölvutek höfum hins vegar ávallt puttann á púlsinum og höfum tekið saman nokkrar frábærar nýjungar og flott tilboð sem henta einstaklega vel fyrir unglinginn í ár!
PlayStation 5 og fylgihlutir
PlayStation 5 er langvinsælasta leikjatölva landsins og við í Tölvutek erum með flott pakkatilboð á PlayStation 5 leikjatölvum ásamt úrvali af fylgihlutum sem bæta leikjaupplifunina til muna. Gjöf sem getur ekki klikkað.
Flettu í gegn til að skoða úrvalið 👇
NOTHING snjallsímar og úr
Snillingarnir í Nothing hafa gefið út nýjastu viðbót í farsímaflóru sína: Nothing Phone (3a) og Nothing Phone (3a) Pro sem eru væntanlegir á lager í lok mars. Þar að auki eru flott tilboð á Nothing Phone (2a) og (2a) Plus ásamt flottum snjallúrum.
Flettu í gegn til að skoða úrvalið 👇
Handleikjatölvur og sýndarveruleiki
Nú er ekki öll afþreying bundin við stofuna og sjónvarpstækið eða skjá. Nú er hægt að njóta afþreyingar á ferðinni, t.d. með Lenovo Legion Go leikjatölvunum, eða sökkva sér djúpt í heim sýndarveruleikans á viðráðanlegu verði með Meta Quest 3s!
Flettu í gegn til að skoða úrvalið 👇
RTX 50 Series skjákort
Nú er gríðarlegur heimsskortur á nýju RTX 50 Series skjákortunum en okkur tókst að græja fyrir fermingar Geforce RTX 5070 leikjaskjákort frá Gainward í sérstakri Python III útgáfu á frábæru verði aðeins 129.990 sem lendir hjá okkur í lok mars! Forpantaðu þitt eintak strax í dag! Einnig er úrval af RTX 50 Series leikjafartölvum sem hægt er að forpanta ásamt því að við eigum til samsetningar leikjaturna með RTX 50 Series leikjaskjákortum á frábæru verði sem er hægt að panta strax í dag!
Flettu í gegn til að skoða úrvalið 👇
Fartölvur í úrvali
Glæsilegar fartölvur á rýmingartilboði. Síðustu eintök og sýningarvörur á frábæru verði. Einnig er glæsilegt úrval af nýrri kynslóð fartölva með hröðum AI NPU, sjálfstæðum AI gervigreindar örgjörva sem skilar allt að og yfir 50 billjón AI aðgerðum á sekúndu sem er mikilvæg viðbót í dag þar sem hjálparforrit, orðaskilningur, myndvinnsla, tónlistarvinnsla, forrit, leikir og önnur vinnsla reiðir sig sífellt meira á AI. Útreikningar með AI NPU í tölvunni þinni skila meiri hraða og öryggi en í tölvum sem reiða sig á internet fyrir sambærilega vinnslu.
Flettu í gegn til að skoða úrvalið 👇
Fleiri úrvalsgræjur
Glæsilegt úrval af ýmsum sniðugum græjum fyrir unglinginn.
Flettu í gegn til að skoða úrvalið 👇