Skip to content
Google Cloud Management feature

Google Cloud Management leyfi fyrir menntastofnanir

Egill Örvar Hrólfsson |

 

logo_Google_for_Education_lockup_horizontal_RGB

Hvað gera Google Chromebook Management leyfi?

Chromebook Management leyfi gera þér kleift að stýra og hafa yfirsýn yfir öll Chromebook tæki innan skólans eða stofnunarinnar úr einföldu viðmóti. Með þeim getur þú meðal annars:

  • Fjartengt tæki og haft umsjón með þeim frá einum stað – Engin þörf lengur á að elta tæki á milli skólastofa.

  • Stjórnað öppum og vefaðgangi – Tryggðu að nemendur hafi aðeins aðgang að þeim vefsíðum og öppum sem styðja við nám þeirra.

  • Sett upp prófatökur og læst skjám – Auðveldlega er hægt að læsa tækinu við prófatökur, sem skapar öruggt umhverfi fyrir próf og verkefnaskil.

  • Uppfært tæki sjálfvirkt – Chromebook tækin uppfærast sjálfkrafa, svo tæknistjóri þarf ekki að eyða tíma í handvirkar uppfærslur.

Af hverju ættu skólar að fjárfesta í þessum leyfum?

Ef þig langar í meiri tíma til kennslu og minni tíma í tæknivandræði, þá eru þessi leyfi ómissandi. Hér eru nokkrar ástæður:

  • Aukið öryggi – Þú getur stýrt aðgangi og tryggt að nemendur vinni í öruggara netumhverfi án hættu á óviðeigandi efni eða vírusum.

  • Tímasparnaður – Með einföldu miðlægu viðmóti sparast mikill tími við tæknistjórnun, sem má nýta betur í kennslu og önnur mikilvægari verkefni.

  • Sveigjanleiki og aðlögun – Þú getur sniðið tækninotkun nákvæmlega að þörfum nemenda og kennara, allt eftir aldri og námsmarkmiðum.

Yfirlit yfir helstu kostina:

  • Einföld miðlæg stjórnun allra Chromebook tækja

  • Aukið öryggi og stjórnun á vefumhverfi nemenda

  • Tíma- og kostnaðarsparnaður í tæknistjórnun

  • Sveigjanleiki í uppsetningu fyrir mismunandi aldurshópa

  • Öruggara námsumhverfi fyrir nemendur og kennara

Google Chromebook Management leyfi eru því fjárfesting í einfaldari, öruggari og skilvirkari framtíð fyrir nemendur og kennara. Leyfin búa til tæknivænt nám þar sem kennslan sjálf fær loksins að njóta sín.

Er ekki kominn tími til að einfalda þér og skólanum lífið?

Tölvutek er viðurkenndur Google Cloud Partner og getur aðstoðað við val á réttum leyfum, útskýrt mismunandi tegundir þeirra og veitt leiðbeiningar um notkun og uppsetningu.

Til að fá nánari upplýsingar eða tilboð í leyfi má hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið heildsala@tolvutek.is. Við hlökkum til að heyra frá þér!

 

Google_Cloud_Partner_outline_horizontal

 

 

 

 

Share this post