GeForce 50 Series

Breytir leiknum

Með krafti NVIDIA Blackwell færa GeForce RTX™ 50 Series skjákortin þér eiginleika sem breyta leiknum fyrir leikjaspilara og skapandi vinnu. Búið gífurlegu gervigreindarafli gerir RTX 50 Serían nýjar upplifanir að veruleika ásamt því að færa grafík á næsta stig. Margfaldaðu afköst með NVIDIA DLSS 4, framleiddu myndir á áður óséðum hraða og hleyptu út sköpun þinni með NVIDIA Studio.

nvidia-logo

NVIDIA Blackwell Arkitektúr

Hágæða leikjaspilun og sköpun

ultimate platform mynd

5. kynslóðar Tensor kjarnar

Hámörkuð gervigreindarafköst með FP4 og DLSS 4

Nýir fjölvinnslukjarnar fyrir streymi

Bestað fyrir tauganets skugga (e. neural shaders)

4. kynslóðar Ray Tracing kjarnar

Byggt fyrir Mega Geometry

small-p1-1

Gervigreindarbætt afköst
NVIDIA DLSS 4

small-p2

Svartími
sem sigrar
NVIDIA Reflex 2

small-p3

Raunhyggin
grafík
Full Ray Tracing

small-p4-1

Stafrænt fólk og gervigreindar þjónar
NVIDIA ACE

small-p5

Hraðaðu á sköpun þinni
NVIDIA Studio

small-p6

Gervigreindarbætt myndgæði
 NVIDIA Broadcast

small-p7

Afköst og
áreiðanleiki
NVIDIA app

small-p8

Hátindur leikjaskjátækni
NVIDIA G-SYNC

RTX. It's on.

Hátindur í Ray Tracing og gervigreind


RTX er háþróaðasta tæknin fyrir ray tracing og tauganets umskráningu (e. neural rendering) sem eru að gjörbylta því hvernig við leikum og sköpum. Yfir 700 leikir og forrit nota RTX til að skila raunverulegri grafík og ótrúlegum hraða með gervigreindareiginleikum í fremstu röð líkt og DLSS Multi Frame Generation.

Nýjustu RTX leikirnir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

NVIDIA DLSS 4

Ofsa hraði.
Rosa myndgæði.
Keyrt af gervigreind.


DLSS er byltingarkennt kerfi tauganeta umskráningar (e.neural rendering) sem notast við gervigreind til að auka rammatíðni, minnka biðtíma og bæta myndgæði. DLSS 4 er nýjasta viðbótin og henni fylgir fjölrammaframköllun (e. Multi Frame Generation), betrumbætt geisla endurheimt (e. Ray Reconstruction) og ofurupplausn (e. Super Resolution) sem keyrt er af GeForce RTX™ 50 Series skjákortum og 5. kynslóðar Tensor kjörnum. DLSS á GeForce RTX er besta leiðin til að spila, sem bakkað er af NVIDIA AI ofurtölvu í skýinu sem bætir stöðugt afkastagetu tölvunnar þinnar.

Full Ray Tracing með tauganets umskráningu

Raunhyggja sem breytir leiknum

NVIDIA Blackwell arkítektúrinn leysir úr læðingi raunhyggju sem breytir leiknum með full ray tracing. Upplifðu myndgæði á áður óséðum hraða sem keyrt er af GeForce RTX 50 Series með 4. kynslóðar RT kjörnum og nýrri tauganets umskráningartækni sem keyrð er af 5. kynslóðar Tensor kjörnum.

rtxOnOff

 

 

NVIDIA Reflex 2

Kepptu á ofsa hraða


Reflex tæknin bestar vinnslu á grafík fyrir hágæða svörun, hraðar á því að ná skotmörkum, veitir skjótari viðbragðstíma og bætir nákvæmni í miði í keppnisleikjum. Reflex 2 kynnir til leiks Frame Warp, sem minnkar biðtíma enn frekar miðað við síðasta inntak frá músinni.

 

 

 


RTX AI tölvur

NVIDIA keyrir gervigreind heimsins. Og þína.


Uppfærðu í gervigreind í fremstu röð með NVIDIA GeForce RTX™ skjákortum og hraðaðu á leikjaspilun, sköpun, afköstum og þróun. Þökk sé innbyggðum gervigreindar kjörnum færð þú heimsleiðandi gervigreindartækni beint í Windows tölvuna þína.

 

 

 

Skapandi vinna

Vertu (gervi)greindari í þinni sköpun


NVIDIA Studio gerir þig (gervi)greindari í sköpun. GeForce RTX 50 Series skjákortin leysa úr læðingi áður óþekkt afköst í myndbandavinnslu, þrívíddarvinnslu og grafískri hönnun. Upplifðu RTX hröðun í helstu sköpunarforritum, með markaðsleiðandi NVIDIA Studio driverum sem eru hannaðir og stöðugt uppfærðir til að veita hámarks stöðugleika ásamt samansafni tóla sem beisla krafta RTX fyrir gervigreindarbætt vinnuflæði.

 

nvidia-broadcast-ari
NVIDIA Broadcast

Heimastúdíó keyrt af gervigreind

Taktu beinstreymið, símtöl og myndsímtöl á næsta stig með gervigreindarbættri rödd og mynd. Fjarlægðu truflandi bakgrunnshljóð, veldu þinn bakgrunn og meira með einum takka.

super-res
RTX Video

Uppfærðu hvernig þú horfir á myndbönd

RTX Video ofurskerpa og HDR notar gervigreind til að breyta myndböndum þínum í Chroma, Edge eða Firefox og skerpir sjálfvirkt smáatriði og tekur burt truflanir. Njóttu glæsilegrar skerpu í allt að 4K.

nvidia-rtx-remix-ari
RTX Remix

Endurupplifðu klassíska leiki

RTX Remix veitir hönnuðum möguleikann á að taka eiginleika (e. assets) úr leikjum og bæta þá með gervigreindartólum til að skapa glæsilega RTX endurgerðir af leikjum með ray tracing og DLSS.

studio-blackwell-video-editing-ui-ari
Myndbandavinnsla

Þegar hraði mætir sköpunargleði

Beislaðu krafta 9. kysnlóðar NVIDIA Encoder (NVENC) fyrir ógnarhraða myndbandaframleiðslu og gervigreindarkeyrða effekta í DaVinci Resolve, Adobe Premiere Pro o.fl.

Auka eiginleikar og kostir

geforce-game-ready-driver

Game Ready Stúdíó driverar

GeForce Game Ready og Stúdíó driverar skila þér bestu mögulegu upplifun á þínum uppáhalds leikjum. Þeir eru fínstilltir í samvinnu við framleiðendur leikja og ítarlega prófaðir yfir þúsundir prófana á vélbúnaði fyrir hámarks afköst og áreiðanleika.

nvidia-app-oct24-nv-app-hero-1920x1080

NVIDIA App

Frábær félagi fyrir PC leikjaspilara og hönnuði. Haltu tölvunni þinni uppfærðri með nýjustu NVIDIA driverum og tækni. Bestaðu leiki og forrit með nýrri heildstæðri skjákorta stýringu og uppgötvaðu nýjustu forrit frá NVIDIA.

nvidia-g-sync

NVIDIA G-SYNC

NVIDIA G-SYNC® er samansafn skjátækni á hæsta stigi. Safnið býður upp á bættan skýrleika á hreyfingu, býr til mjúkar hreyfingar og truflanalausa innlifun í leiki með afspyrnuhraðri rammatíðni og fleira.

geforce-virtual-reality

Sýndarveruleiki

Hæstu afköst í grafík skilar mýkri mynd og meiri innlifun þegar kemur að sýndarveruleika.


RTX 50 Series skjákort

skjakort-3

Önnur sending væntanleg
RTX 50 Series

RTX 50 Series turnar

turnar-3

Gigabyte X3D leikjaturnar
RTX 5070 lent! Önnur kort væntanleg
RTX 50 Series

RTX 50 Series fartölvur

fartolvur-Jan-29-2025-10-37-37-4043-AM

Forpöntun hafin
RTX 50 Series
Legion Pro 7 leikjafartölvur væntanlegar í lok mars með GeForce RTX 50 Series og allt að: Intel® Core™ Ultra 9 275HX 24-kjarna AI örgjörva, 64GB minni, 2TB SSD, 16“ QHD+ 240Hz OLED leikjaskjá og drekk hlaðin af nýrri AI og annarri tækni frá 549.990.


pegi-1
nvidia-logo

© 2025 NVIDIA Corporation. NVIDIA, the NVIDIA logo, GeForce, GeForce Experience, GeForce RTX, and G-SYNC are registered trademarks 
and/or trademarks of NVIDIA Corporation in the United States and other countries. All other trademarks and copyrights are the property 
of their respective owners.